Elizabeth Gaskell

Elizabeth Cleghorn Gaskell, oft kölluð frú Gaskell (Mrs Gaskell), var enskur skáldsagna- og smásagnahöfundur. Verk hennar gefa nákvæma mynd af lífi fólks af ólíkum stigum samfélagsins á Viktoríutímanum, þar á meðal hinna fátækustu, og eru því áhugaverð jafnt fyrir bókmenntaunnendur og sagnfræðinga.

Fyrsta skáldsaga hennar, Mary Barton, kom út árið 1848. Hún skrifaði einnig fyrstu ævisögu Charlotte Brontë sem gefin var út 1857. Meðal þekktustu verka Gaskell má nefna Cranford (1851-53), North and South (1854-55) og Wives and Daughters (1865).